Áreiðanleiki
BÚNAÐUR TIL ÁSTANDSMÆLINGA VÉLBÚNAÐAR
VÖRUMERKIN ERU SÉRVALIN FYRIR ÍSLENSKAN MARKAÐ
SKAÐLAUSAR PRÓFANIR
( non destructive testings )
FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD VÉLBÚNAÐAR
( condition monitoring )
SALA Á BÚNAÐI, ÞJÓNUSTU OG UPPSETNINGU
Fyrirtækið NDT ehf sem um árabil hefur sérhæft sig í skaðlausum prófunum hefur nú nýverið hleypt af stokkunum þjónustu sem aðstoðar fyrirtæki við að setja upp búnað sem hjálpar til við að ástandsmeta t.d rafmótora, dælur, gíra og fl og þannig ákvarða hvort hann krefst viðhalds eður ei. Titringsmælingar, Hljóðbylgjuhlustun, Hitamyndavélar, Olíuglös, og fl eru t.d. mjög áræðanlegar aðferðir til að vega og meta ástand ýmis vélbúnaðar.
Einnig getum við mætt á staðinn og framkvæmt skoðanir með áðurnefndum tækjum. Skýrslugerðir fylgja svo í kjölfarið.
Hafið samband hér eða í síma 8440313


VERKEFNI
Ekki ósvipað og T8 en í annari útfærslu. Vims hefur hannað "PLUG & PLAY" búnað með skjá
( Misalignment, Loseness, Bearings ). Vims getur tekið út vélina ef viðmiðunarmörk fara yfir ákveðið gildi. Skjár með aðvörunarljósum gerir eftirlitsmanni auðvelt fyrir að sjá ástandið í rauntíma.
Ef þú vilt sjálfur sjá um að ganga á vélbúnaðinn og taka titringsmælingarnar þá er Adash málið. Við komum og setjum upp rútuna, tölurnar á vélbúnaðinn og þið sendið okkur svo niðurstöðurnar til greiningar.
Hansford framleiðir titringsskynjara, kapla og tengi og eru leiðandi á þeim markaði. Við erum í góðu sambandi við Hansford ef viðfangsefnið er óvenjulegt.
Hafðu samband hér fyrir neðan eða á netfangið
Við munum hafa samband eins skjótt og kostur er


FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD
Heyrðu og sjáðu meira
Titringsmælingar og hljóðbylguhlustanir eru áreiðanlegustu aðferðirnar til að meta ástand lega, tengi, undirstöður og fl.
Hægt er útfrá niðurstöðum vega og meta hvort viðhalds sé þörf.
Slíkt getur verið mikilvægt svo ekki sé verið að eyða vinnu og fjármunum í t.d. óþarfa leguskipti.